Hópabókanir
Hópabókanir
Hópar
Vök baths getur tekið á móti allt að 202 gestum á sama tíma í laugarnar og er opið allt árið um kring. Hægt er að leigja sundfatnað og handlæði fyrir hópinn. Boðið er upp á læsta skápa þar sem hægt er að geyma fatnað og aðrar eigur. Einnig er að finna prívat klefa þar sem hægt er að skipta um föt og gera sig tilbúinn ofan í laugarnar. Í sturtuklefanum er að finna opið sturturými en einnig eru þar prívat sturtuklefar fyrir þá sem það kjósa.
Vök bistro er frábær veitingastaður þar sem leitast er eftir að nota aðeins hágæða hráefni. Hráefnið er að mestu fengið úr héraði og er unnið með lífræna framleiðslu þar sem það er mögulegt. Vök bistro getur tekið á móti 50 manns í sal en einnig er hægt að nálgast fundaraðstöðu.
Prívat opnanir
Vök Baths bíður upp á prívat opnanir. Prívat opnanir henta þeim sem vilja hafa staðinn út af fyrir sig, hvort sem um smærri eða stærri hópa er að ræða. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda okkur fyrirspurn hér í fyrirspurnarglugganum eða senda tölvupóst á hello@vokbaths.is.