Hópabókanir

Hópabókanir

Hópar

Vök baths getur tekið á móti allt að 202 gestum á sama tíma í laugarnar og er opið allt árið um kring. Hægt er að leigja sundfatnað og handlæði fyrir hópinn. Boðið er upp á læsta skápa þar sem hægt er að geyma fatnað og aðrar eigur. Einnig er að finna prívat klefa þar sem hægt er að skipta um föt og gera sig tilbúinn ofan í laugarnar. Í sturtuklefanum er að finna opið sturturými en einnig eru þar prívat sturtuklefar fyrir þá sem það kjósa. 

Vök bistro er frábær veitingastaður þar sem leitast er eftir að nota aðeins hágæða hráefni. Hráefnið er að mestu fengið úr héraði og er unnið með lífræna framleiðslu þar sem það er mögulegt. Vök bistro getur tekið á móti 50 manns í sal en einnig er hægt að nálgast fundaraðstöðu.

Prívat opnanir

Vök Baths bíður upp á prívat opnanir. Prívat opnanir henta þeim sem vilja hafa staðinn út af fyrir sig, hvort sem um smærri eða stærri hópa er að ræða. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda okkur fyrirspurn hér í fyrirspurnarglugganum eða senda tölvupóst á hello@vokbaths.is.

HAFA SAMBAND

hello@vokbaths.is

+354 4709500

Sjálfbærni

Öll hönnun og ásýnd Vök Baths byggir á því að raska sem minnst upplifun um ósnortið umhverfi Urriðavatns. Austfirskt lerki var notað í tréverk á staðnum og er sjálfbærni rauður þráður í allri hönnun til að styðja við virðingu gesta fyrir náttúrunni.

Enginn klór eða önnur eiturefni fara í laugarnar og er hreinleiki tryggður með miklu gegnumstreymi vatns og háþróuðu kerfi sem hreinsar og síar vatnið áður en það fer aftur út í Urriðavatn. Allt afgangs vatn er endurnýtt og er notað bæði til hitunar á gólfum og í snjóbræðslukerfið okkar.

Lögð er áhersla á að kaupa ekki óþarfa og hugað er að líftímakúrfu og flutningsleið þess hráefnis sem þarf að kaupa. Notkun pappírs er haldið í lágmarki, m.a. með rafrænu bókunarkerfi og aðgangsmiðum í síma. Okkar einstaki Vök bjór er einungis seldur í glerflöskum og aðrir drykkir í laugunum afgreiddir í sérstöku niður-brjótanlegu plastglasi svo dæmi séu nefnd.

Aðgangur að Vök Baths

HEIMILISFANG

Vök Baths

Vök við Urriðavatn

701 Egilsstaðir

HAFA SAMBAND

hello@vokbaths.is

+354 4709500

FYLGSTU MEÐ Á

Messenger