Sjálfbærni

Sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu er okkur ofarlega í huga og viljum við að það endurspeglist í allri starfseminni. Unnið er eftir umhverfisstefnu og innkaupastefnu.

SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ

Vök Baths leggur sig fram við að styðja við samfélagið á Austurlandi. Til að mynda notar veitingastaðurinn hráefni frá Móður jörð í Vallanesi, handverksbjórinn okkar er framleiddur af brugghúsinu Austra á Egilsstöðum, lerki í bygginguna og laugarnar er framleitt í Fljótsdal og stærsti hluti hreinlætisvara eru keyptar í heimabyggð. Við sækjum auk þess ýmiskonar þjónustu til fyrirtækja á svæðinu, og reynum eftir fremsta megni að ráða heimafólk til starfa. Einnig styrkjum við íþróttastarf á svæðinu.

Heimsmarkmið og loftslagsmælir

Vinna er hafin við að tengja heimsmarkmið við stefnur Vök Baths ásamt því að safna gögnum til að setja í loftslagsmæli hjá Festu. Hér að neðan munum við birta okkar stöðu á eftirfarandi þáttum og setja okkur metnaðarfull markmið fyrir framtíðina.

RAFMAGN:
VATN:
AKSTUR:
FLUG:
FLUTNINGUR:
ÚRGANGUR:
BINDING CO2:

Heimsmarkmið og loftslagsmælir

Vinna er hafin við að tengja heimsmarkmið við stefnur Vök Baths ásamt því að safna gögnum til að setja í loftslagsmæli hjá Festu. Hér að neðan munum við birta okkar stöðu á eftirfarandi þáttum og setja okkur metnaðarfull markmið fyrir framtíðina.

RAFMAGN:
VATN:
AKSTUR:
FLUG:
FLUTNINGUR:
ÚRGANGUR:
BINDING CO2:

Messenger