Algengar spurningar – FAQ

Hvar er Vök Baths staðsett?

Vök Baths er staðsett 500 metra frá þjóðvegi 1 rétt norðvestan Egilsstaða og aðeins 5 kílómetrum í burtu frá Egilsstöðum

Þarf ég að bóka miða fyrir fram?

Þar sem takmarkað magn af miðum er í boði fyrir hvern aðgangstíma hjá Vök Baths, þá mælum við eindregið með því að þið bókið miðana ykkar fyrir fram á netinu. Við getum ekki ábyrgst það að pláss sé í laugunum ef bókað er á staðnum. Frá og með 1.júní til 31.ágúst þurfa allir gestir að bóka fyrirfram.

Háannatími dagsins er vanalega frá kl. 14:00-18:00. 

Þarf ég að bóka borð á veitingastað?

Já, við mælum með að hafa samband í gegnum Vök Bistro Facebook síðuna og panta borð þar eða í síma 470-9500. Þetta á sérstaklega við um þegar sóttvarnarreglur eru í gildi.

Hvað gerist ef ég kemst ekki þann tíma sem ég á bókað?

Það er ekkert mál að breyta dagsetningu eða tímasetningu á bókunum. Endilega hafið samband í gegnum tölvupóst hello@vok-baths.is með upplýsingar um nýja tímasetning og bókunarnúmer.

Hver er lágmarksaldurinn til að fara einn í Vök Baths?

Einstaklingur verður að vera orðinn 16 ára til að mega koma einn ofan í. Börn yngri en 16 ára eiga að vera í fylgd með foreldrum.

Hversu lengi má ég vera ofan í?

Það eru engin tímamörk, en allir gestir eiga að hafa yfirgefið húsið þegar auglýstum opnunartíma lýkur. Opnunartími er breytilegur og hægt er að finna frekar upplýsingar um hann hér

Klukkan hvað er síðasti möguleiki til að fara ofan í?

Við hleypum gestum ofan í til 21:15. Athugið að gestir eru beðnir um að fara upp ur klukkan 21:45.

 

Hvert er hitastigið?

Hitastig baðanna er frá 38°- 41°C. Það eru þrjár laugar, ein aðallaug og tvær Vakir.

Eru einhver efni í vatninu?

Vök Baths er hrein náttúrulaug. Enginn klór eða önnur eiturefni fara í laugarnar og er hreinleiki tryggður með miklu gegnumstreymi vatns. Hreinum náttúrulaugum fylgja þörungar og er þörungamyndun mest á vorin og sumrin þegar sólin er hæst á lofti. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þörunga, til að mynda nærandi og mýkjandi áhrif á húð. Þörungurinn getur þó gert timbrið í laugunum sleipt og eru því laugarnar tæmdar reglulega og þörungurinn fjarlægður svo ekki skapist hætta.

Hver er lágmarksaldur til að koma í Vök Baths?

Það eru allir velkomnir í Vök Baths. Börn yngri en 16 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Hvað gerist ef ég týni armbandi?

Gestir bera ábyrgð á armböndum sem þeir fá, ef armband týnist þarf viðkomandi gestur að greiða fyrir armbandið sem eru 2.000 krónur

Er hægt að fá lánaðan hjólastól?

Já það er hægt, einnig hægt að nota hann til að fara ofan í laugarnar

Hversu ört endurnýjast vatnið í laugunum?

Í laugunum okkar er sírennsli, vatnið er sífellt að endurnýja sig

Þarf ég að fara í sturtu áður en ég fer ofan í?

Já við biðjum gesti vinsamlegast um að fara í sturtu áður en það er farið ofan í. Hjá öllum sturtum er sjampó, hárnæring og sturtusápa.

Má ég koma með eigin drykki?

Nei, það er ekki leyfilegt að koma með sína eigin drykki. Við erum með fjölbreytt úrval af óáfengum og áfengum drykkjum á laugarbar. Gestum er meir en velkomið að koma með vatnsbrúsa.

Er óhætt fyrir ófrískar konur að fara í laugarnar?

Þar sem hitastigið á laugunum er frá 37-42°C er beðið barnshafandi konum að meta sitt eigið líkamlegt ástand áður en þær fara ofan í. Einnig bendum við á að drekka nóg af vatni á meðan dvöl stendur.

Mega börn koma með dót?

Nei, en börn eru meir en velkomin en það er ekki leyfilegt að koma með dót. Aðeins uppblásna sundkúta og sérstakir ungbarnakútar eru leyfilegir.

Hvenær er rólegasti tíminn til að heimsækja Vök Baths?

Ef þú vilt hafa aðeins rólegra í kringum þig þegar þú heimsækir laugarnar þá er yfirleitt rólegt fyrri part dags og svo aftur rétt fyrir lokun.

Hvað gerist ef ég gleymi sundfötum eða öðrum hlutum hjá ykkur?

Vinsamlegast hafið samband í gegnum tölvupóst hello@vok-baths.is með lýsingu á því sem þú gleymdir. Við geymum alla óskilamuni í að minnsta kosti 3 mánuði

Er hægt að leigja sundföt/handklæði?

Já, það kostar 900kr

Má ég vera með símann/myndavélina mína

Já, það má vera með síma/myndavél í laugunum. Myndatökur eru bannaðar í búningsklefum og við biðjum alla gesti um að virða aðra gesti á meðan myndatökum stendur. Engin ábyrgð er tekin á skemmdum tækjum eða týndum símum eða myndavélum.

Má ég koma með dróna?

Nei það má ekki vera með dróna á opnunartíma. Fyrir frekari upplýsingar um dróna notkun, vinsamlegast hafðu samband við info@vok-baths.is eða hello@vok-baths.is

Eru einkaklefar í boði?

Hjá Vök Baths er hægt að nálgast lokaða klefa bæði í karla- og kvennaklefum. Þar er hægt að skipta um föt í næði og einnig er að finna lokaða sturtuklefa til að þrífa sig í fyrir og eftir veruna í laugunum. Því miður eru engir einkaklefar í boði sem stendur.

Öryggisreglur

 

1. Vinsamlegast lesið áður en haldið er til lauga!

2. Börn yngri en 16 ára skulu vera í fylgt með fullorðnum ábyrgðarmanni 

3. Gestir skulu þvo sér vel án sundfata áður en farið er í laugina 

4. Dýfingar eru ekki leyfilegar

5. Gestum er heimilt að baða sig í Urriðavatni á eigin ábyrgð

6. Hitastig lauga er 38° – 41°C

7. Gætið varúðar því laugar, gönguleiðir og tröppur geta verið hálar í bleytu. Hafið sérstaka varúð á veturna

8. Munið að drekka vatn eða aðra drykki á meðan baðinu stendur til að forðast vökvatap

Kæru gestir

Til að lágmarka hættu á COVID-19 smiti hefur landlæknir gefið út að nánd milli manna skuli vera meiri en 2 metrar á minni mannamótum.
Við biðjum gesti okkar um að virða rými annarra gesta eftir bestu getu m.t.t. 2 metra reglunnar.

Takk fyrir skilninginn, Starfsfólk Vök Baths

 

ADDRESS

Vök Baths

Vök við Urriðavatn

701 Egilsstaðir

CONTACT

 hello@vok-baths.is

 +354 4709500

FOLLOW US

Messenger