Vök Baths

Vök Baths er staðsett við Urriðavatn í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum á Austurlandi. Fljótandi laugar sem renna saman við náttúruna allt í kring, látlaus og falleg hönnun og hreinasta jarðhitavatn á Íslandi sjá til þess að þú getur slakað á og endurnært sál og líkama.

 

Við trúum því að gleði sé æðsta form hamingjunnar

Hjá Vök Baths getur öll fjölskyldan notið sín saman í slökun og gleði enda býður aðstaðan upp á fjölbreytta möguleika.

Ef þið viljið hressandi sundsprett í köldu Urriðavatni, notalega samverustund í heitu laugunum með góðan drykk, viljið njóta útsýnis yfir vatnið og endurnýja tengsl ykkar við náttúruna, eða leysa gátur lífsins í eimbaðinu, þá er Vök Baths rétti staðurinn fyrir þig og fjölskylduna.

Mismunandi hitastig og fjölbreytt aðstaða

 

Við vitum að við erum öll mismunandi. Því eru laugarnar okkar með mismunandi hitastig svo öll geti fundið það hitastig sem tryggir vellíðan. Við tökum einfaldleg vatn úr hinu allt um lykjandi Urriðavatni til þess að kæla 75° heitt jarðhitavatnið niður í þægilegt hitastig. Við notum engin efni í vatnið og því vex þörungargróður auðveldlega hjá okkur. Talið er að hann hafi nærandi og mýkjandi áhrif á húðina og því tökum við honum fagnandi.

Svalaðu þorstanum!

 

Hinn frábæri laugarbar sér til þess að hægt er að svala þorstanum meðan dvalið er í Vök Baths. Þar er breitt úrval drykkja sem hentar flestum. Kampavín til að fagna í góðra vina hópi eða litríkt krap sem gleður börnin, og allt þar á milli. Nú eða bara íslenskt kranavatn. Gerðu góða stund að gæðastund með svalandi drykk.

 

Seðjaðu hungrið á Vök Bistro

 

Eftir slakandi dvöl í Vök Baths er fátt betra en að fá sér gott að borða. Vök Bistro býður úrval rétta fyrir matgæðinga og matvanda. Þar er kjörið að setjast niður og borða fallegan mat með fallegt útsýni yfir Urriðavatn.

Smelltu hér til að skoða matseðilinn og bóka borð

Hvar er Vök Baths og hvernig kemst ég þangaða?

Vök Baths er staðsett á austurlandi, steinsnar frá Egilsstöðum, á bökkum Urriðavatns.

Frá Reykjavík

Um 650 km eða 9 klst akstur.

Einnig er hægt að fljúga með Icelandair og tekur flugið einungis 1 klst

Frá Akureyri

Um 260 km eða 3 klst akstur.

Frá Egilsstöðum

Aðeins 5 mínútna akstur frá miðbænum. Beygt á veg 925 rétt áður en komið er inn í bæinn norðan meginn frá

Smelltu hér fyrir GPS leiðsögn

Messenger