Fljótandi laugar í fallegri náttúru
Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis 5 km kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum. Laugarnar eru fullkominn áningarstaður allra þeirra sem vilja upplifa beina snertingu við náttúruna og næra um leið líkama og sál.
Á Austurlandi eru fá jarðhitasvæði og því eru heitar náttúrulaugar spennandi nýung fyrir íbúa og þá sem sækja Austurland heim. Þess má geta að jarðhitavatnið sem kemur úr borholum Urriðavatns er auk þess svo hreint að það hefur verið vottað hæft til drykkjar en ekkert jarðhitavatn hér á landi hefur fengið þá vottun sem eykur enn á sérstöðu Vök Baths.
Fljótandi laugar í fallegri náttúru
Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis 5 km kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum. Laugarnar eru fullkominn áningarstaður allra þeirra sem vilja upplifa beina snertingu við náttúruna og næra um leið líkama og sál.
Á Austurlandi eru fá jarðhitasvæði og því eru heitar náttúrulaugar spennandi nýung fyrir íbúa og þá sem sækja Austurland heim. Þess má geta að jarðhitavatnið sem kemur úr borholum Urriðavatns er auk þess svo hreint að það hefur verið vottað hæft til drykkjar en ekkert jarðhitavatn hér á landi hefur fengið þá vottun sem eykur enn á sérstöðu Vök Baths.

Heitar uppsprettur Urriðavatns eru hér orðnar að einstakri vin, þar sem ósnortin náttúran er allt um kring. Vakirnar, fljótandi laugar Vök Baths, eru aðal kennimerki staðarins en þær eru fyrstu fljótandi laugar landsins og skapa þær náttúruupplifun fyrir gesti sem er engu lík.

Baðaðstaða
Sérstaða Vök Baths eru Vakirnar tvær sem eru fljótandi laugar staðsettar úti í Urriðavatni. Fljótandi laugar eru nýnæmi hér á landi en í þeim ná gestir að upplifa einstaka tengingu við náttúruna með útsýni í allar áttir. Auk fljótandi lauganna býður Vök Baths upp á tvær heitar laugar við strönd vatnsins, laugarbar, köld úðagöng og gufubað.
Mikið er lagt upp úr snyrtilegri og vandaðri aðstöðu fyrir gesti. Í búningsklefum eru góðar sturtur og læstir skápar og hægt er að leigja sundfatnað og handklæði í móttöku.

Vök Bistro
Við mælum með að gestir staldri við í Vök Bistro og leyfi bragðlaukunum líka að njóta. Staðurinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi í allri matseld og kaupum aðfanga. Lögð er rík áhersla á íslenskt hráefni úr heimabyggð og breytist því matseðillinn reglulega yfir árið eftir því hvaða hráefni er í boði hverju sinni. Einkennisdrykkur Vök Baths er jurtadrykkur bruggaður úr heita vatni Urriðavatns og íslenskum jurtum en heita vatnið hefur fengið þá viðurkenningu að vera eina vottaða heita vatnið til drykkjar hér á landi



Hvar er Vök Baths?
5km norðvestur frá Egilsstöðum
Urriðavatn, leið 925 Hróarstunguvegur, 701 Egilsstaðir
GPS: 65.3038589,-14.449273
Hvernig kemst ég þangað?
Með bíl
Úr suðri:
Höfn 262 km
Djúpivogur 161 km
Úr norðri
Akureyri 269 km
Mývatn 164 km
Með flugi
Beint flug frá Reykjavík til Egilsstaða (1klst flug – 3svar á dag)