Skilmálar og afbókunarreglur

Þessir almennu skilmálar gilda um alla gesti sem heimsækja Vök Baths (Vök Baths ehf. skráð við Urriðavatn, 701 Egilsstaðir, Ísland).

1. BÓKANIR, AFBÓKANIR OG ALMENN SKILYRÐI.

Verð sem birtast á heimasíðu okkar eru háð breytingum. Vök Baths áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara. Verð innifela VSK og önnur þjónustugjöld.
Kaup sem gerð eru í gegnum heimasíðu okkar krefjast fullrar greiðslu við kaup með gildu kreditkorti.
Þú færð miðann þinn sendan í tölvupósti sem inniheldur kóða sem starfsmaður mun skanna við komu. Ef þú færð ekki tölvupóst með miðanum þínum ráðleggjum við þér að hafa samband við Vök Baths í gegnum tölvupóst á hello@vokbaths.is.
Miðann er annað hvort hægt að prenta eða geyma í símanum eða öðru tæki. Vök Baths áskilur sér rétt til að biðja um gild skilríki frá miðahafa áður en farið er í böðin.
Miðann á aðeins að nota á þeim tíma og þeirri dagsetningu sem tilgreind er á miðanum. Hann á aðeins að vera notaður af eiganda miðans og á ekki undir neinum kringumstæðum að endurselja miðann eða skipta honum. Breytingar og afbókanir á bókunum þarf að leggja fram með tölvupósti til hello@vokbaths.is. Vök Baths geta ekki ábyrgst beiðnir um breytingar fyrir fram. Afpöntunargjöld eru eftirfarandi: afpöntun gerð með meira en 72 klukkustunda fyrirvara: 100% er endurgreitt. – Afpöntun gerð með 24-72 klukkustunda fyrirvara: 50% er endurgreitt. – Afpöntun með minna en 24 klukkustunda fyrirvara: engin endurgreiðsla. Vök Baths áskilur sér rétt til að breyta eða afbóka allar bókanir í samræmi við rekstrarkröfur eða vegna utanaðkomandi aðstæðna sem krefjast þess. Viðskiptavinir eiga rétt á fullri endurgreiðslu á miðum ef um slíkt kemur upp á.
Með því að nota þjónustu okkar samþykkir þú að allar kröfur, aðgerðir eða málsóknir sem geta risið vegna þeirra skilmála og afbókunarreglna sem hér eru, og/eða þeirrar þjónustu sem keypt er, lúti og skuli túlkuð í samræmi við íslensk lög. Báðir aðilar samþykkja að ágreiningsmál verði rekin fyrir dómstólum á Íslandi.

2. ÖRYGGISSTAÐLAR OG ÁBYRGÐ.

Þegar komið er inn í aðstöðu okkar taka gestir fulla ábyrgð á eigin öryggi og öryggi barna í umsjá þeirra. Vök Baths afsalar sér ábyrgð á tapi, tjóni, slysum, veikindum eða breytingum á áætlun af völdum veðurs, verkfalla eða annarra þátta sem fyrirtækið hefur ekki stjórn á og vegna kostnaðar af einhverjum þessara ástæðna. Allt slíkt tap og útgjöld eru persónuleg ábyrgð gestsins. Vök Baths afsalar sér ábyrgð á verðmætum gesta sem gæti verið stolið, týnst eða skemmst í heimsókninni.
Við ráðleggjum öllum gestum okkar að vera með gilda ferðatryggingu. Öryggi þitt er í algjörum forgangi. Til að tryggja öryggi þitt og til að gera heimsókn þína eins skemmtilega og mögulegt er biðjum við þig um að fylgjast sérstaklega með eftirfarandi:
– Ef þú þjáist af sjúkdómum ráðleggur Vök Baths þér að fá fyrir fram læknisráðgjöf og leyfi frá lækninum áður en þú ferð inn í aðstöðu okkar. Látið starfsfólk vita af öllum sjúkdómum sem gætu haft áhrif á öryggi þitt í sundlaugunum.
– Ef þú getur ekki synt er brýnt að þú upplýsir starfsfólk okkar.
– Gestir verða að þvo sér án baðfata áður en þeir fara í laugarnar.
– Köfun og snorkl eru með öllu bannað.
– Það er mælt með því að gestir taki sér reglulega hlé (5 mínútna hlé) frá laugunum og gufubaðinu.
– Drekktu nóg af vatni til að halda vökva í líkamanum.
– Vinsamlegast athugið að gólf og göngustígar geta verið hálir og/eða blautir. Gæta skal varúðar þegar gengið er á blautum svæðum og á stiga. Ekki hlaupa. Haldið í handrið þar sem það er í boði. Vinsamlegast hjálpaðu okkur að halda svæðum þurrum þar sem það á við.
– Ekkert gler er leyfilegt.
– Reykingar og notkun annarra nikotíngjafa, svo sem rafsígaretta og nikotínpúða, er með öllu óheimil í laugunum og á lóð Vök Baths. Slík notkun getur varðað sekt allt að 250.000 kr. 
– Vök Baths ber ekki ábyrgð á verðmætum gesta. Gestir bera alfarið ábyrgð á eigin eigum.
– Af öryggisástæðum áskiljum við okkur rétt til að hafna/afturkalla aðgangi þeirra sem koma ölvaðir eða vilja fara inn/vera áfram í laugunum ölvaðir. Ákvörðun um hvort einstaklingur sé ölvaður byggir eingöngu á mati starfsmanna Vök Baths.
– Ganga skal á afmörkuðum göngustígum.
– Alltaf að fara eftir fyrirmælum frá starfsfólki okkar. Óviðeigandi hegðun eða reglubrot getur leitt til tafarlauss brottreksturs úr Vök Baths.
Það er enginn lágmarksaldur til að fara í böðin. Öll börn upp að 16 ára aldri þurfa alltaf að vera í fylgd með, og í umsjá, fullorðins fylgdaraðila í heimsókn þeirra. Að hámarki tvö börn geta verið í fylgd með einum fylgdaraðila nema hann sé foreldri þeirra eða forráðamaður. Mælt er með uppblásnum kútum fyrir öll börn. Kútar eru ekki talin lífsbjargandi tæki og koma því ekki í stað eftirlits fullorðinna með börnunum.

3. Árskort

Árskort eru gefin út á kennitölu handhafa þeirra. Kortið má sá einn nota sem það tilheyrir. Kortið gildir í 1 ár frá kaupdegi og ekki eru takmörk á fjölda skipta sem hægt er að nýta kortið innan þess tímaramma.
Vök Baths áskilur sér þó rétt til þess að veita öðrum gestum forgang sé bókunarstöðu þannig háttað að telja megi ljóst að fullbókað verði innan skamms. Verði Vök Baths áskynja þess, til dæmis með eftirliti af handahófi, að árskortshafi gerist sekur um að láta öðrum í té upplýsingar sem gerir þeim kleift að nýta sér árskortið, til að mynda með sjálfsafgreiðslulausnum, eða eftir öðrum leiðum, áskilur Vök Baths sér rétt til þess að rifta árskorti viðkomandi. 

Messenger
Right Menu Icon