Um okkur

Vök Baths eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu í júlí 2019 og eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði.

Jarðhitinn í Urriðavatni uppgötvaðist á sínum tíma þegar ákveðnar vakir, svokallaðar Tuskuvakir, héldu sér á vatninu sama hvernig frysti. Vakirnar voru í þá daga notaðar til að þvotta á vetrum þegar erfitt var að komast í vatn og urðu þá kveikja að þjóðsögum um Tusku sem bjó í Urriðavatni og notaði vakirnar til að komast upp á yfirborðið. Til að tengja náttúrulaugarnar betur við sögu staðarins eru Vakirnar aðal kennimerki Vök Baths en það eru tvær laugar sem fljóta á vatninu. Gestir geta því reynt á eigin skinni að sitja í heitum vökum Urriðavatns og mynda þannig einstök tengsl við náttúruna í kring.

Þó Ísland sé þekkt fyrir jarðhitann er Austurland skilgreint á köldu svæði og heitar náttúrulaugar fátíðar. Það gerir Vök Baths við Urriðavatn að spennandi áningarstað fyrir heimamenn og þá gesti sem eiga leið um.

Jarðhitavatnið sem notað er í böðin er einstakt á Íslandi. Um er að ræða eina jarðhitavatnið sem vottað er hæft til drykkjar á landinu. Vatnið kemur úr borholu sem staðsett er steinsnar frá Vök Baths. Borholurnar eru á milli 1000-2000 metrar á dýpt og vatnið um 75 gráðu heitt. Nánari upplýsingar um vatnið og borholurnar má finna hér

Umhverfisvitund

Sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu er okkur ofarlega í huga og viljum við að það endurspeglist í allri starfsemi Vök Baths. Lögð er áhersla á endurvinnslu, hráefni úr heimabyggð, minnkun úrgangs og lagður er metnaður í stöðuga umbótavinnu.

Öll hönnun og ásýnd Vök Baths byggir á því að raska sem minnst upplifun um ósnortið umhverfi Urriðavatns. Hönnun hússins var í höndum Basalt Arkitekta sem og innviðir sem hannaðir voru í samstarfi við Design Group Italia. Austfirskt lerki var notað í tréverk á staðnum og er sjálfbærni rauður þráður í allri hönnun til að styðja við virðingu gesta fyrir náttúrunni.

Umhverfisvitund

Sjálfbærni og virðing fyrir umhverfinu er okkur ofarlega í huga og viljum við að það endurspeglist í allri starfsemi Vök Baths. Lögð er áhersla á endurvinnslu, hráefni úr heimabyggð, minnkun úrgangs og lagður er metnaður í stöðuga umbótavinnu í gegnum Vakann, gæðavottunarkerfi ferðaþjónustunnar.

Öll hönnun og ásýnd Vök Baths byggir á því að raska sem minnst upplifun um ósnortið umhverfi Urriðavatns. Hönnun hússins var í höndum Basalt Arkitekta sem og innviðir sem hannaðir voru í samstarfi við Design Group Italia. Austfirskt lerki var notað í tréverk á staðnum og er sjálfbærni rauður þráður í allri hönnun til að styðja við virðingu gesta fyrir náttúrunni.

Messenger