Algengar spurningar – FAQ

Hvar er Vök Baths staðsett?

Vök Baths er staðsett 500 metra frá þjóðvegi 1 rétt norðvestan Egilsstaða í 5 km fjarlægð frá bænum.

Hvernig er best að komast í Vök Baths?

Næg bílastæði eru við Vök fyrir þau sem vilja koma akandi. Fyrir þau sem eru bíllaus mælum við með leigubílaþjónustu Ásgríms í síma 8988044 eða í tölvupósti á travel@daytourtaxi.com eða leigubílaþjónusta Jón Eiðs í s. 8929247 eða tölvupósti á joneidur@gmail.com

Er hleðsla fyrir rafbíla við Vök Baths?

Já, hjá okkur eru 8 hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Hleðslustöðvarnar eru frá ON og er nauðsynlegt að vera með appið frá þeim til að nota þær.

Þarf ég að bóka miða fyrirfram?

Þar sem takmarkað magn af miðum er í boði fyrir hvern aðgangstíma hjá Vök Baths, þá mælum við eindregið með því að miðar séu bókaðir fyrir fram á netinu. Við getum ekki ábyrgst að pláss sé í laugunum ef bókað er á staðnum. Frá og með 1.júní til 31.ágúst þurfa allir gestir að bóka fyrirfram.

Háannatími dagsins er vanalega frá kl. 14:00-18:00.

Þarf ég að bóka borð á veitingastað?

Já, við mælum með að bóka borð fyrirfram inn á heimasíðunni.

Hvað gerist ef ég kemst ekki þann tíma sem ég á bókað?

Það er ekkert mál að breyta dagsetningu eða tímasetningu á bókunum. Endilega hafið samband í gegnum tölvupóst hello@vokbaths.is með upplýsingar um nýja tímasetningu og bókunarnúmer.

Hversu lengi má ég vera ofan í?

Það eru engin tímamörk, en allir gestir eiga að hafa yfirgefið húsið þegar auglýstum opnunartíma lýkur. Opnunartími er breytilegur og hægt er að finna frekar upplýsingar um hann hér

Klukkan hvað er síðasti möguleiki til að fara ofan í?

Við tökum á móti gestum þar til 45 mínútum fyrir auglýstan lokunatíma.

Gestir geta notið baðanna þar til 15 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

Hvert er hitastigið?

Hitastig baðanna er frá 5°- 41°C. Það eru þrjár laugar, ein aðallaug og tvær Vakir.

Hver er lágmarksaldur til að koma í Vök Baths?

Það eru allir velkomnir í Vök Baths. Börn yngri en 16 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Hvað gerist ef ég týni armbandi?

Gestir bera ábyrgð á armböndum sem þeir fá, ef armband týnist þarf viðkomandi gestur að greiða fyrir armbandið 5.000 krónur

Er hægt að fá lánaðan hjólastól?

Já það er hægt, einnig hægt að nota hann til þess að fara ofan í laugarnar.

Fá fylgdarmenn frítt?

Ef einstaklingur þarf á aðstoð að halda í búningsaðstöðu og ofan í laugum þá greiðir fylgdarmaður ekki fyrir aðgang. Á einnig við um börn með umönnunarkort sem fá frían aðgang og fylgdarmenn þeirra.  Vinsamlegast hafið samband við hello@vokbaths.is til að bóka fyrirfram.

Hversu ört endurnýjast vatnið í laugunum?

Í laugunum okkar er sírennsli, vatnið er sífellt að endurnýja sig

Þarf ég að fara í sturtu áður en ég fer ofan í?

Já við biðjum gesti vinsamlegast um að fara í sturtu áður en farið er ofan í. Hjá öllum sturtum er sjampó, hárnæring og sturtusápa.

Má ég koma með eigin drykki?

Nei, það er ekki leyfilegt að koma með sína eigin drykki. Við erum með fjölbreytt úrval af óáfengum og áfengum drykkjum á laugarbar. Gestum er meira en velkomið að koma með vatnsbrúsa.

Er óhætt fyrir ófrískar konur að fara í laugarnar?

Þar sem hitastigið á laugunum er frá 37-42°C biðjum við barnshafandi konur að meta sitt eigið líkamlegt ástand áður en þær fara ofan í. Einnig bendum við á að drekka nóg af vatni á meðan dvöl stendur.

Mega börn koma með leikföng?

Börn eru meira en velkomin til okkar en það er ekki leyfilegt að koma með leikföng. Aðeins uppblásnir sundkútar og sérstakir ungbarnakútar eru leyfilegir.

Hvenær er rólegasti tíminn til að heimsækja Vök Baths?

Ef þú vilt hafa aðeins rólegra í kringum þig þegar þú heimsækir laugarnar þá er yfirleitt rólegt fyrri part dags og svo aftur rétt fyrir lokun.

Hvað gerist ef ég gleymi sundfötum eða öðrum hlutum hjá ykkur?

Vinsamlegast hafið samband í gegnum tölvupóst hello@vokbaths.is með lýsingu á því sem þú gleymdir. 
Við geymum óskilamuni sem hér segir: 

Handklæði, sundföt og önnur föt. 
7 daga

Símar, myndavélar, tölvur og önnur raftæki, veski, bakpokar og aðrir verðmætir hlutir.
3 mánuðir

Er hægt að leigja handklæði/baðslopp/sundföt/húfu?

Já, hægt er að leigja handklæði, baðslopp, sundföt og húfu við bókun.
Einnig er hægt að leigja við komu í móttökunni hjá okkur.
Hér má sjá verð.

Má ég vera með símann/myndavélina mína?

Já, það má vera með síma/myndavél í laugunum. Myndatökur eru bannaðar í búningsklefum og við biðjum alla gesti um að virða aðra gesti á meðan myndatökum stendur. Engin ábyrgð er tekin á skemmdum tækjum eða týndum símum eða myndavélum.

Er mælt með að nota húfu/sundhettu?

Yfir há veturinn getur verið gott að hafa sundhettu eða húfu til að verjast kuldanum. Vök Baths er hrein náttúrulaug og það er enginn klór eða önnur eiturefni notuð í laugunum.

Má ég koma með dróna?

Nei það má ekki vera með dróna á opnunartíma. Fyrir frekari upplýsingar um dróna notkun, vinsamlegast hafðu samband við hello@vokbaths.is

Eru einkaklefar í boði?

Hjá Vök Baths er hægt að nálgast lokaða klefa bæði í karla- og kvennaklefum. Þar er hægt að skipta um föt í næði og einnig er að finna lokaða sturtuklefa til að þrífa sig í fyrir og eftir veruna í laugunum. Því miður eru engir einkaklefar í boði sem stendur.

Má hoppa af borðum/bakkanum í laugina?

Nei, það er ekki leyfilegt að hoppa af borðum né bakkanum ofan í laugina. Við þetta skapast hætta á slysum og ófriður fyrir aðra gesti.

Hvernig bóka ég með gjafabréfi sem er ekki með kóða?

Sendu okkur póst á hello@vokbaths.is með fjölda gjafabréfa og tímasetningu og við tökum frá fyrir þig pláss. 

Er þeytivinda til þess að þurrka sundföt á staðnum?

Við erum ekki með vindu fyrir sundföt vegna hávaða. Hægt er að fá niðurbrjótanlegan poka fyrir sundföt gegn vægu gjaldi í móttöku. 

Hvað eru laugarnar djúpar?

Laugarnar eru misdjúpar en mesta dýpi er 1,2 metrar. 

Er hægt að kaupa árskort með gjafabréfi?

Já, hægt er að nýta gjafabréf til þess að greiða fyrir árskort. Vegna tæknilegra takmarkana er því miður ekki hægt að nota fleiri en eitt gjafabréf til að greiða með. Hægt er að hafa samband við móttöku í gegnum netfangið hello@vokbaths.is til þess að sameina gjafabréf. 

Öryggisreglur

Vinsamlegast lesið áður en haldið er til lauga!

 

1. Börn yngri en 16 ára skulu vera í fylgt með fullorðnum ábyrgðarmanni

2. Gestir skulu þvo sér vel án sundfata áður en farið er í laugina

3. Dýfingar eru ekki leyfilegar

4. Gestum er heimilt að baða sig í Urriðavatni á eigin ábyrgð

5. Hitastig lauga er 38° – 41°C

6. Gætið varúðar því laugar, gönguleiðir og tröppur geta verið hálar í bleytu. Hafið sérstaka varúð á veturna

7. Munið að drekka vatn eða aðra drykki á meðan baðinu stendur til að forðast vökvatap

Messenger