Sumarnæturopnun allan sólarhringinn í Vök Baths
2. júlí kl.10:00 – 3.júlí kl.22:00
Í tilefni af sumarsólstöðum, World Bathing Day og Jónsmessu verður sumarnæturopnun í Vök Baths þann 2. júlí. Opið verður frá kl. 10:00 að morgni 2. júlí til kl. 22:00 að kvöldi 3. júlí og fá gestir því einstakt tækifæri til að upplifa bjarta, íslenska sumarnótt.


World Bathing Day er 22. júní. Þann dag er fólki um allan heim boðið að fagna sameiginlegri tengingu mannkyns við vatn í gegnum böð.
Aðfaranótt 24. júní er Jónsmessunótt. Þessi nótt er sögð ein sú magnaðasta í íslenskri þjóðtrú þar sem kýr geta talað, selir breytast í menn og mannfólk veltir sér nakið upp úr næturdögginni.
Við hvetjum þá sem eiga flothettur að taka þær með sér og upplifa þyngdarleysi í okkar einstöku fljótandi laugum. Einnig er hægt að fá flothettur leigðar hjá okkur á laugarbarnum.
Fögnum íslensku sumarnóttinni saman í Vök Baths.

