Dagsferð í Stuðlagil, Rjúkanda og Vök Baths með leiðsögn

Dagsferð með leiðsögn að Stuðlagili og Rjúkanda ásamt heimsókn í Vök Baths fljótandi heitar laugar.

Tegund ferðar

Dagsferð

TÍMABIL

Miðvikudagar
Júní – Sept.

Lengd

6-7 klst.

Erfiðleikastig

Létt

Bókunarfyrirvari

1 dagur

Ekið er sem leið liggur að fossinum Rjúkanda á Jökuldal, þar er stutt og aðgengileg ganga upp að fossinum.
 
Þá höldum við sem leið liggur að Stuðlagili, austan megin Jökulsár. Þar er ein stærsta og fallegasta stuðlabergsmyndun á landinu og stuðlabergið einstaklega myndrænt. Sérstaklega þegar vatnið í ánni er tært en í byrjun ágúst breytist áin úr grænbláleitri í gráleita, þegar yfirfall verður á Hálslóni við Kárahnjúka. Rúmlega hálftíma auðveld ganga er að gilinu þar sem við tökum okkur tíma í að njóta náttúrunnar og nestis.  Heildartími við Stuðlagil um 2-3 klst. 

Við ökum beina leið til baka í Vök Baths. Vök býður upp á fyrstu fljótandi laugar landsins í Urriðavatni, stóra laug, gufubað, köld úðagöng, vandaða gestaaðstöðu, tebar og veitingastaðinn Vök Bistro með útsýni yfir vatnið og laugarnar, og matseðil sem byggir á sjálfbærni og hráefni úr heimabyggð. 

​Einkennisdrykkur Vök Baths er jurtadrykkur bruggaður beint úr vatni Urriðavatns og íslenskum jurtum en það hefur fengið þá viðurkenningu að vera eina vottaða heita vatnið til drykkjar hér á landi. 

Brottfarastaðir: 
1.Farið verður frá Húsi Handanna kl.8.30 – Miðvangur, 700 Egilsstaðir
   Sjá kort
2. Egilstaðaflugvöllur kl.8.35
3. Vök baths kl.8.40

Fossinn Rjúkandi í Jökuldal
Fyrsta stopp dagsins verður hjá fossinum Rjúkanda sem staðsettur er í Jökuldal. Við munum ganga upp stuttan spöl upp að fossinum þar sem við getum fylgst með honum falla um 93 metra í tveimur þrepum.

Stuðlagil
Stuðlagil er þekkt fyrir mikið og fallegt stuðlaberg sem einkennir svæðið. Gangan frá bílastæðinu er u.þ.b. 1,5 tímar önnur leið en hún er nokkuð þægileg og á flestra færi. Við gefum okkur um klukkustund til þess að njóta og upplifa Stuðlagil, taka myndir og fá okkur nesti. Við mælum með því að þið takið með ykkur gott nesti í ferðina en annars er hægt að kaupa nestispakka aukalega. Ef þið viljið bæta við nestispakka sem útbúinn er af Vök Baths þá getið þið hakað við „Nestispakki“ undir „Aukahlutir“ í bókunarferlinu.

Vök Baths fljótandi heitar laugar
Eftir gönguna að Stuðlagili höldum við í Vök Barths sem er staðsett við Urriðavatn nærri Egilsstöðum. Vök Baths samanstendur af fljótandi heitum laugum. Einu sinnar tegundar á Íslandi. Laugarnar liggja á bökkum Urriðavatns með fallegt útsýni yfir vatnið og rólegt og þægilegt andrúmsloft. Þar er einnig að finna bar með aðgengi úr laugunum, gufubað, tebar og Vök Bistro með útsýni yfir vatnið og laugarnar.

Sturtuklefar bjóða upp á prívat sturtur og skápa, hársápa, hárnæring, sturtusápur og krem frá Sóley Organics. Hægt er að leigja handklæði og sundfattnað í bókunarferlinu eða á staðnum.

Hvað þarf ég að taka með?

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Sundfatnaður fyrir Vök Baths. Í Vök Baths eru sturtusápa, sjampó, hárnæring og húðkrem frá Sóley Organics í boði og auk þess hægt að leigja sundföt, handklæði, flothettur og húfur.
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í bakpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður

Hvað er innifalið?

  • Farþegar eru sóttir við að Miðvangi á Egilsstöðum, Egillstaðaflugvöll eða í Vök Baths. Farþegum er svo skilað á sama stað eftir ferðina.
  • Reyndur ökumaður og leiðsegjandi.
  • Aðgangur að Vök Baths, einu fljótandi heitum laugum landsins.

Hvað er ekki innifalið?

  • Sundfattnaður (Hægt að leigja í bókunarferli)
  • Handklæði (Hægt að leigja í bókunarferli)

Leiðsögn

  • Enska
  • Íslenska

Afbókunarreglur

  • Greiða þarf 100% afbókunargjald ef bókun er afbókuð 24 klst. eða minna fyrir þennan viðburð.
  • Greiða þarf 50% afbókunargjald ef bókun er afbókuð 3 dögum eða minna fyrir þennan viðburð.
Messenger