Vök Baths

Einu fljótandi sjóndeildarlaugar
landsins
 

Vök Baths er staðsett við Urriðavatn í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.

Aðstaðan er fjölbreytt og skemmtileg og byggir á fjórum jarðhitalaugum, vaðlaug, eimbaði, köldum úðagöngum, laugarbar, tebar og veitingastaðnum Vök Bistro. Urriðavatnið sjálft setur svo punktinn yfir i-ið. Helsta sérkenni Vök Baths eru þó án efa vakirnar; tvær fljótandi sjóndeildarlaugar sem liggja úti í Urriðavatni.

 Aðgangur að Vök Baths

Við trúum því

 gleði  æðsta form hamingjunnar

Hjá Vök Baths getur öll fjölskyldan notið sín saman í slökun og gleði enda býður aðstaðan upp á fjölbreytta möguleika.

Ef þið viljið hressandi sundsprett í köldu Urriðavatni, notalega samverustund í heitu laugunum með góðan drykk, viljið njóta útsýnis yfir vatnið og endurnýja tengsl ykkar við náttúruna, eða leysa gátur lífsins í eimbaðinu, þá er Vök Baths rétti staðurinn fyrir þig og fjölskylduna.

Við trúum því

 gleði  æðsta form hamingjunnar 

Hjá Vök Baths getur öll fjölskyldan notið sín saman í slökun og gleði enda býður aðstaðan upp á fjölbreytta möguleika.

Ef þið viljið hressandi sundsprett í köldu Urriðavatni, notalega samverustund í heitu laugunum með góðan drykk, viljið njóta útsýnis yfir vatnið og endurnýja tengsl ykkar við náttúruna, eða leysa gátur lífsins í eimbaðinu, þá er Vök Baths rétti staðurinn fyrir þig og fjölskylduna.

Hjá Vök Baths

Er vatnið lífið

 

Ísland er þekkt fyrir mikla jarðhitavirkni en Austurland stendur hins vegar á köldu svæði, utan jarðhitabelta. Hér áður fyrr hafði fólk sem bjó við Urriðavatn tekið eftir blettum á vatninu sem frusu ekki á veturnar. Slíkir blettir kallast „Vök“ eða „Vakir“ í fleirtölu og þaðan draga laugarnar nafn sitt. Vakirnar urðu efni í ýmsar sögur af kynjaskepnum sem lifðu í vatninu en við frekari skoðun var ástæðan heitt vatn sem streymdi upp frá botninum

.

Heitar uppsprettur Urriðavatns streyma nú um laugar Vök Baths. Fyrir nokkru fékk jarðhitavatnið vottun sem hreinasta jarðhitavatn landsins og það eina sem hæft er til drykkjar. Gestir geta sannreynt það á tebar Vök Baths í móttökunni. Hreinleiki vatnsins sést einnig á þörungagróðri sem vex í laugunum en engin utanaðkomandi efni eru notuð í laugarnar. Þörungagróðurinn hefur bæði nærandi og mýkjandi áhrif á húðina.

Overview of Vök Baths during summer

Hjá Vök Baths

Er vatnið lífið

Ísland er þekkt fyrir mikla jarðhitavirkni en Austurland stendur hins vegar á köldu svæði, utan jarðhitabelta. Hér áður fyrr hafði fólk sem bjó við Urriðavatn tekið eftir blettum á vatninu sem frusu ekki á veturnar. Slíkir blettir kallast „Vök“ eða „Vakir“ í fleirtölu og þaðan draga laugarnar nafn sitt. Vakirnar urðu efni í ýmsar sögur af kynjaskepnum sem lifðu í vatninu en við frekari skoðun var ástæðan heitt vatn sem streymdi upp frá botninum.

 

Heit uppsprettur Urriðavatns streyma nú um laugar Vök Baths. Fyrir nokkru fékk jarðhitavatnið vottun sem hreinasta jarðhitavatn landsins og það eina sem hæft er til drykkjar. Gestir geta sannreynt það á tebar Vök Baths í móttökunni. Hreinleiki vatnsins sést einnig á þörungagróðri sem vex í laugunum en engin utanaðkomandi efni eru notuð í laugarnar. Þörungagróðurinn hefur bæði nærandi og mýkjandi áhrif á húðina.

Overview of Vök Baths during summer

Laugarbar

Slökktu þorstann og vökvaðu líkamann

Á laugarbar Vök Baths býðst gestum að að kaupa hressandi drykki á meðan þeir njóta veru sinnar í laugunum. Boðið er upp á úrval af bjór, léttvíni, frískandi gosdrykkjum og krap.

 

 

Það er auðvelt að versla veitingar á laugarbarnum. Þegar þú mætir í Vök Baths færð þú armband sem þú notar til að komast inn í aðstöðuna og læsa skápnum þínum. Armbandið notar þú einnig til þess að versla veitingar á laugarbarnum. Um leið og þú skilar armbandinu í móttökuna við brottför, greiðir þú fyrir veitingarnar.

Laugarbar

Slökktu þorstann og vökvaðu líkamann

 

 Á laugarbar Vök Baths býðst gestum að að kaupa hressandi drykki á meðan þeir njóta veru sinnar í laugunum. Boðið er upp á úrval af bjór, léttvíni, frískandi gosdrykkjum og krap.

Það er auðvelt að versla veitingar á laugarbarnum. Þegar þú mætir í Vök Baths færð þú armband sem þú notar til að komast inn í aðstöðuna og læsa skápnum þínum. Armbandið notar þú einnig til þess að versla veitingar á laugarbarnum. Um leið og þú skilar armbandinu í móttökuna við brottför, greiðir þú fyrir veitingarnar.

Vök Bistro hjá Vök Baths

Nærðu líkamann með góðgæti úr héraði

 

 

Hjá Vök Bistro er að finna skemmtilegt úrval rétta sem framleiddir eru úr hágæða hráefni úr héraði.

Við mælum eindregið með því að bóka borð fyrir fram.

 

 

Vök Bistro hjá Vök Baths

Nærðu líkamann með góðgæti úr Héraði

 
Hjá Vök Bistro er að finna skemmtilegt úrval rétta sem framleiddir eru úr hágæða hráefni úr héraði.

Við mælum eindregið með því að bóka borð fyrir fram. 

Hvar er Vök Baths?

Vök Baths er í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum. Beygt er af þjóðvegi 1 inn á veg 925 rétt norðvestan Egilsstaða og þá er Urriðavatn og Vök Baths strax á vinstri hönd.

GPS: 65.3038589,-14.449273

Vök Baths er staðsett 500 metra frá þjóðvegi 1 rétt norðvestan Egilsstaða og því kjörið fyrir alla sem eiga leið um Austurland að komast þar í beina snertingu við náttúruna og næra um leið líkama og sál.

 

Hvernig kemst ég þangað?

Með bíl

Jökulsárslón um 3 og 1/2 klst eða 261 km
Akureyri um 3 klst eða 243 km
Höfn um 3 klst eða 190 km
Mývatn um 2 klst eða 169 km
Djúpivogur um 1 og 1/2 klst eða 90 km
Stuðlagili um 1 klst eða 76 km
Borgarfjörður Eystri um 1 klst eða 68 km
Hengifoss um 30 mín eða 35 km
Seyðisfirði um 30 mín eða 32 km

Með flugi

Beint flug frá Reykjavík til Egilsstaða (1klst flug – 3svar á dag)

Messenger
Right Menu Icon