Vök Bistro
Við mælum eindregið með heimsókn á Vök Bistro og Tebarinn til að auka enn frekar á upplifun dagsins.
Í enda Vök Bistro er að finna bjartan fundarsal í einstöku umhverfi sem nýta má hvort sem er fyrir smærri fundarhöld, námskeið sem og einkaveislur. Salurinn tekur um það bil 20 manns í sæti og er búinn flatskjá sem nota má fyrir fundi. Við tryggjum góða þjónustu og sér Vök Bistro um matar- eða kaffiveitingar eftir óskum.
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við: vokbistro@vok-baths.is
Tebar
Á Tebarnum bjóðum við upp á úrval af lífrænum jurtadrykkjum sem gestir brugga sér sjálfir. Þar eru á boðstólnum íslenskar handtíndar jurtir sem blandað er í 75 gráðu heitt og kristaltært vatn beint úr borholum Urriðavatns. Við bjóðum jurtadrykkina einnig kælda ef gestir vilja frískandi drykk eftir slökun í heitu laugunum. Þessi drykkur er innifalinn í aðgangsmiða gesta.
Veitingar
Vök Bistro er opinn og bjartur salur og tekur á móti gestum með fallegu útsýni yfir Urriðavatn. Daglega er boðið upp á léttar veitingar svo sem súpur, sushi, þeytinga, fersk salöt og samlokur sem og fjölbreytt úrval af heimabökuðu brauði. Allt hráefni kemur úr heimabyggð og er leitast við að kaupa inn lífrænt eins og kostur er. Gott samstarf er við austfirska bændur til að tryggja ferskt og fyrsta flokks hráefni.
Laugarbar Vök Baths býður einnig upp á úrval drykkja sem hægt er að njóta á meðan slakað er á í laugunum. Þ.á.m. má finna sérstaka bjóra bruggaða úr heita vatninu og bragðbætta með afurðum af svæðinu.
Matseðill Vök Bistro
Dagana 21 – 24 janúar.
Súpa dagsins með brauði, hummus og tómat pestó.
1.890,- kr.
Bakaður Brie ostur með sweet chili sósu og ristuðum hnetum.
1.690,- kr.
2 tegundir af síld með rúgbrauði, soðnum eggjum, sýrðum lauk og sólselju.
1.990,- kr.
Stökkir blómkáls “vængir“ með rauðu karrý og aioli.(8-10stk)
1.690,- kr.
Litlir hamborgarar með brie osti, trufflu og sultuðum lauk.(3 stk)
1.890,- kr.
Rækjur í tempúra með sweet chili og trufflu aioli. (8stk)
1.990,- kr.
Kjúklingavængir í BBQ með sesamfræjum, wasabi og gráðostasósu. (12stk)
1.890,- kr
Allir réttir eru tilvaldir til að deila
Vökvi and Vaka
Í samstarfi við austfirska bjórframleiðandann Austra Brugghús, höfum við þróað tvo einstaklega ljúffenga handverksbjóra sem kallast Vökvi og Vaka og eru þeir bruggaðir sérstaklega fyrir Vök Baths úr heita vatni Urriðavatns.
Vökvi er 4,5% Blond Kellerbier, að hluta til úr byggi frá lífrænabúinu Vallanesi.
Vaka er 4,5% þurrhumlaður Indian Pale Ale með sítrónumelissu frá Vallanesi.