ATV ferð og Vök Baths fljótandi heitar laugar

Uppgötvaðu stærsta skóg landsins, Hallormsstaðarskóg, á ATV og slakaðu svo á í Vök Baths fljótandi jarðhitalaugum

TEGUND FERÐAR

Dagsferð

Tímabil

1 Júní –
30 September

LENGD

4 klukkustundir

ERFIÐLEIKASTIG

Auðvelt

BÓKUNARFYRIRVARI

2 klukkutímar

Vinsamlega athugið að þessi ferð gerir ráð fyrir því að þátttakendur mæti sjálfir á svæðið og inniheldur ekki far frá einum hluta afþreyingarinnar í aðra. 

Þessi ferð gerir þér kleift að uppgötva stærsta skóg Íslands, Hallormsstaðaskóg, í klukkustundar langri ATV ævintýraferð. Eftir spennandi ATV ferðina færðu svo tækifæri til að slaka aðeins á og njóta í Vök Baths fljótandi jarðhitalaugum.

Þú byrjar ferðina með því að hitta leiðsögumanninn þinn við Hallormsstaðaskóla. Þar færð þú allan nauðsynlegan öryggisbúnað, hlýjan galla, hjálm, lambhúshettu og hanska. Vinsamlegast farðu yfir hlutann „Hvað á að koma með“ til að sjá hverju við mælum með að þú klæðist og komir með í ferðina. Veðrið á Íslandi er mjög óútreiknanlegt og getur breyst hvenær sem er svo við mælum með að þú komir með hlýjan fatnað til að vera í undir hlífðarbúnaðinum.

Í ATV ferðinni keyrir þú um stærsta skóg landsins, Hallormsstaðaskóg. Þar verður þú að skora á aksturhæfileika þína á stígum skógarins. Þú munt heimsækja staði í skóginum sem ekki margir ferðamenn hafa möguleikann á að heimsækja. Á leiðinni munt þú einnig læra mikið um þá miklu sögu sem skógurinn býr yfir en hann var verndaður með lögum árið 1905.

Eftir ferðina liggur svo leiðin í Vök Baths til að slaka aðeins á og njóta í einu fljótandi jarðhitalaugunum á Íslandi. Vök Baths er staðsett við bakka Urriðavatnsvatns með frábæru útsýni yfir vatnið og nágrenni þessi. Heita jarðhitavatnið og afslappandi andrúmsloftið er fullkomin leið til að toppa daginn. Hjá Vök Baths finnur þú einnig Vök Bistro þar sem þú getur seðjað hungrið með einhverjum af gómsætu réttunum sem er að finna á matseðlinum.

Uppgötvaðu stærsta skóg Íslands í ATV-ferð og slakaðu svo á í Vök Baths einu fljótandi jarðhitalaugum landsins.

Þú byrjar ferðina með klukkustunda langri ATV-ferð þar sem þú munt uppgötva stærsta skóg Íslands, Hallormsstaðaskóg. Árið 1905 varð Hallormsstaðaskógur fyrsti þjóðskógur Íslands og varð um leið fyrsta umhverfisverndarverkefni Íslands.

Í þessari ATV-ferð verður farið í ævintýraferð um Hallormsstaðarskóg. Þú munt heimsækja svæði í skóginum sem eru sjaldan heimsótt af ferðamönnum og ögra aksturshæfileikum þínum við alls konar aðstæður. Á leiðinni lærir þú um hina miklu sögu Hallormsstaðaskógar og umhverfi hans.

Eftir ferðina liggur svo leiðin í Vök Baths til að slaka aðeins á og njóta í einu fljótandi jarðhitalaugunum á Íslandi. Vök Baths er staðsett við bakka Urriðavatnsvatns með frábæru útsýni yfir vatnið og nágrenni þessi. Heita jarðhitavatnið og afslappandi andrúmsloftið er fullkomin leið til að toppa daginn. Hjá Vök Baths finnur þú einnig Vök Bistro þar sem þú getur seðjað hungrið með einhverjum af gómsætu réttunum sem er að finna á matseðlinum.

Hvað er innifalið?

 • Allur nauðsynlegur öryggisbúnaður
 • Hjálmur
 • Lambhúshetta
 • Hanskar
 • Hlýr galli
 • ATV
 • Leiðsögumaður
 • Standard aðgangur að Vök Baths

Tímasetningar

ATV ferðin hefst á eftifarandi tímasetningum. Vinsamlegast verið mætt að lágmarki 15 mínútum fyrir upphaf ferðar.

 • 14:00
 • 16:30
 • 18:30

Hvað þarf ég að taka með?

Vinsamlegast klæðið ykkur eftir veðri. Við mælum eindregið með því að þú klæðir þig í lög og klæðist einhverju heitu sem þú getur verið í undir gallanum. Góðir skór geta líka komið þér langt. Það er þægilegra að geta klætt sig niður á meðan á ferðinni stendur en að vera illa búinn og kalt.

Athugið

Vinsamlegast athugið að til þess að keyra ATV þarf að vera að orðinn 17 ára og hafa gilt ökuleyfi.

Leiðsögn

Enska, Íslenska

Afbókunarreglur

Greiða þarf 100% gjald ef bókun er afbókuð með 24 klst. fyrirvara eða minna.
Greiða þarf 50% gjald ef bókun er afbókuð með minna en 3 daga fyrirvara.

Messenger